PAN mynd 1

Annarleikur – góðlátleg ádrepa um vatn og vitfirringu

Helgina 7. og 8. október verður sett upp tónleikhús fyrir alla fjölskylduna í Hafnarborg. Þar bregður Stúlknakór Reykjavíkur sér í ótrúlegustu hljóðgervi og syngur nokkur hugljúf lög í bland. Sýningin  var sett upp í Gautaborg árið 2012 og fékk þar einstaklega góða dóma. Jón Svavar Jósefsson, söngvari, og leikararnir Álfrún Örnólfsdóttir og Arnar Dan Kristjánsson leiða okkur um þessa sögu sem er full af gáska þótt undirtónninn sé grafalvarlegur. Á sviðinu stendur jafnframt fjögurra manna hljómsveit þar sem spilað er á rafhörpu, rafgígju, risablokkflautu og slagverk.

Verkið er byggt á leikriti eftir Norðmanninn Finn Iunker.
Atli Ingólfsson samdi tónlistina.
Búningar voru hannaðir af Christinu Lindgren.
Leikstjórn annaðist Svante Aulis Löwenborg.

Hljóðfæraleikarar:
Katie Buckley, harpa,
Kristín Þóra Haraldsdóttir, víóla,
Anna Petrini, blokkflautur,
Frank Aarnink, slagverk.

Sýningartímar:
Laugardag 7. október kl. 18:00
Sunnudag 8. október kl. 18:00

Miðaverð:
Fullt verð: kr. 3.000
Eldri borgarar og námsmenn: kr. 1.500
Börn yngri en 18 ára: 1.000

 

Miðasala er í síma 585 5790 og  í afgreiðslu Hafnarborgar viku fyrir sýningu.

haust-featureimage

Haustsýning Hafnarborgar 2018 – Kallað eftir tillögum

Eins og undanfarin ár gefst sýningarstjórum tækifæri til að senda inn tillögur að sýningu í Hafnarborg haustið 2018. Sýningin Málverk – ekki miðill sem nú stendur yfir í safninu var valin úr athyglisverðum tillögum sem sendar voru inn á síðasta ári. Markmiðið með því að óska eftir innsendum tillögum er að fá tækifæri til að velja til samstarfs sýningarstjóra sem leggur fram áhugaverða tillögu að sýningu en jafnframt að kalla til leiks nýtt fólk. Þannig er sérstaklega hugað að því að veita tækifæri sýningarstjórum með stuttan feril að baki. Það hefur sýnt sig að fyllsta ástæða er til að halda úti slíku verkefni, en út frá því hafa orðið til fjölbreyttar og áhugaverðar sýningar sem vakið hafa athygli og verið vel sóttar.

Óskað er eftir hugmyndum að samsýningum þar sem viðfangsefni, vinnuaðferð eða aðrar hugmyndir tengja verk listamanna en einnig koma til greina sýningar sem fela í sér greiningu eða sýn á verk ákveðins listamanns. Jafnt koma til greina sýningar á verkum samtímalistamanna og sýningar sem fela í sér sögulega greiningu.

Frestur til að skila inn tillögum hefur verið framlengdur um tvær vikur og rennur út sunnudaginn 12. nóvember 2017. Aðeins er tekið við efni rafrænt á netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is

Umsóknarferlið er tvískipt.

1. Hluti

Í fyrri umferð er óskað eftir eftirfarandi upplýsingum:

– Lýsing á verkefninu þar sem lögð er áhersla á hugmyndina að baki sýningunni. Hámark 1000 orð.
– Ferilskrá sýningarstjóra.
– Stuttar ferilskrár listmanna / listamanns og annarra sem lagt er til að verði hluti af sýningarverkefninu.

Gefið eins nákvæma lýsingu og unnt er en virðið uppgefinn orðafjölda. Ekki er tekið við sýningarskrám, myndefni eða dvd-diskum í fyrstu umferð. Kynnið ykkur húsnæði Hafnarborgar áður en tillögur eru sendar inn. Listráð Hafnarborgar metur innsendar tillögur ásamt forstöðumanni og velur tillögur til frekari skoðunar.

2. Hluti

Sýningarstjórum sem eiga tillögurnar sem valdar eru til frekari skoðunar er boðið að kynna hugmyndir sínar og senda inn ítarefni s.s. sýningarskrár, myndefni eða dvd-diska auk þess sem vinna þarf að raunhæfri fjárhagsáætlun fyrir sýninguna. Haustsýningin 2016 verður valin úr þessu úrtaki fyrir 2. janúar 2016.

Sendið tillögur á netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is. Send verður staðfesting á því að tillagan hafi borist. Vinsamlega hafið samband ef staðfesting berst ekki. Allar niðurstöður verða sendar með tölvupósti.

Með því að kalla eftir tillögum er verið að opna fyrir nýja sýn á myndlist en jafnframt gefa nýjum sýningarstjórum tækifæri til að vinna sýningar. Reiknað er með að sýningin og vinnan við hana falli að fjárhagsáætlun safnsins eða að leitað verði leiða til að fá sérstakan stuðning við verkefnið.

Við mat á tillögum verður skoðað:

– Val á listamönnum.
– Hvort sýningin kynni nýstárlega sýn á myndlist – innihald og/eða miðla.
– Hvort verkin á sýningunni eru ný eða eldri verk eða blanda nýrra og eldri.
– Hvort sýningin hafi sérstaka skírskotun til Hafnarborgar þ.e. safneignar, umhverfis, bæjarlífs  osfrv.
– Hvort sýningin nýti rými Hafnarborgar á frumlegan hátt.
– Ferill sýningarstjóra (frekar er verið að leita eftir sýningarstjórum sem ekki eiga langan feril að baki).
– Tillögur að dagskrá í tengslum við sýninguna (leiðsögn, málþing, námskeið).
– Tillögur að hugsanlegri útgáfu.
– Að kostnaður við verkefnið sé innan viðráðanlegra marka (nánari útfærsla kostnaðar er í síðari hluta ferlisins).

Teikningar af sölum Hafnarborgar eru hér fyrir neðan. Þær eru til viðmiðunar við undirbúning tillagna en ekki er ætlast til að sýningar séu hannaðar nákvæmlega inn í rýmið.

Grunnmynd-af-öllum-sölum

Sendið tillögur á netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is

Merkið póstinn Haust 2018.

Nánari upplýsingar í síma Hafnarborgar 585 5790.

grænHB-featureimage

Græn Hafnarborg – skrá á póstlista

Hafnarborg er umhugað um umhverfið og einbeitir sér þessa dagana að því að minnka pappírsnotkun í starfsemi sinni. Með því að skrá ykkur á póstlistann munið þið fá sent rafrænt boðskort á hverja sýningu ásamt tilkynningum um spennandi viðburði hjá safninu. Neðst á forsíðu heimasíðu Hafnarborgar er hægt að skrá sig á póstlistann.

Takk fyrir að standa með umhverfinu með okkur.

hafnarborg-juni2016

Sumarlokun skrifstofu Hafnarborgar

Skrifstofa Hafnarborgar verður lokuð frá og með 10. júlí til 3. ágúst.
Opnunartími safnsins verður áfram óbreyttur:
opið frá kl. 12 – 17 alla daga nema lokað á þriðjudögum.

Gleðilegt sumar.

Guja-Sandholt

Yoga fyrir söngfólk

Laugardaginn 8. júlí kl. 14 – 16 mun Guja Sandholt mezzósópran og jógakennari vera með jógasmiðju þar sem hún leiðir nemendur í gegnum ýmsar æfingar og vinnur með tengsl huga og líkama, öndun, þyngdaraflið, hreyfilögmál og flæði. Takmarkið er að nemendur uppgötvi hvernig jóga getur komið að gagni í lífi og leik hvers tónlistarmanns. Tíminn verður bæði hægur og dýnamískur og því gott að mæta í þægilegum fötum. Námskeiðið er fyrir alla sem hafa unun af því að syngja.

Námskeiðið fer fram í Apótekinu, sal á jarðhæð Hafnarborgar og er námskeiðsgjald kr. 2.500-.

Skráning fer fram í gegnum netfangið: hafnarborg@hafnarfjordur.is.

Í umsókn skal taka fram Nafn, kennitölu, netfang, heimilisfang og símanúmer.

yoga

Guja Sandholt mezzósópran býr í Amsterdam í Hollandi og starfar þar sem sjálfstætt starfandi söngkona. Á undanförnum árum hefur hún unnið við ýmis verkefni í Hollandi, á Íslandi og víðar. Má þar til dæmis nefna hátíðina Óperudaga í Kópavogi en Guja var listrænn stjórnandi hennar og „Nieuwe Stemmen“ prógrammið á Operadagen Rotterdam fyrir unga og upprennandi söngvara en þar söng hún hlutverk Neróne í Poppea Remixed. Í fyrrasumar skipulagði hún og kom fram á þrennum tónleikum á Sumartónleikum í Skálholti og sumarið 2015 hún upp óperuna The Bear eftir William Walton á Players í Kópavogi ásamt nokkrum öðrum íslenskum listamönnum. Sú sýning vakti talsverða athygli og varð kveikjan að Óperudögum í Kópavogi.

Guja hefur líka tekið þátt í flutningi á óratoríum á borð við Mattheusarpassíuna og Jólaóratoríuna eftir J.S.Bach, Requiem eftir Mozart og Duruflé, Stabat mater eftir Dvorak, Pergolesi og Abos, Messías eftir Handel og Messu í C eftir Beethoven á undanförnum misserum og sungið á hátíðum eins og Grachtenfestival, Holland Festival og Over het IJ Festival í Amsterdam. Hún syngur einnig reglulega með Hollenska útvarpskórnum og kemur reglulega fram á ljóðatónleikum með Heleen Vegter, píanista. Árið 2013 fór hún sem styrkþegi Wagner-félagsins til Bayreuth í Þýskalandi og á árunum 2011-2012 starfaði hún fyrir eistneska tónskáldið Arvo Pärt og fjölskyldu hans um hríð.

Guja stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Guildhall School of Music and Drama í London, Mozarteum tónlistarháskólann í Salzburg og hjá Jóni Þorsteinssyni og Charlotte Margiono við Konservatoríið í Utrecht í Hollandi. Hún sækir reglulega einkatíma hjá Stephanie Doll í Düsseldorf í Þýskalandi.

www.gujasandholt.com

Sumarsýningar 2017 – viðtöl við sýnendur

After a unseen drawing by Johannes Larsen: From Hnjúkur towards lake Flóðið and Vatnsdalshólar-hillocks. 5 August 1930. 21.06.2016. Photograph / copyright: Einar Falur Ingólfsson. einarfalur@gmail.com To use only in connection with the exhibition SAGA in Johannes larseen Museet in Kerteminde, in connection to exhibition with photo by Einar falur and drawings by Larsen.
Einar Falur Ingólfsson sagði frá sýningu sinni Landsýn – Í fótspor Johannesar Larsen í þætti Kastljóss þann 30. maí:

http://www.ruv.is/sarpurinn/klippa/einar-falur

og í Víðsjá þann 29. maí:

http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/vidsja/20170529

 

Sara Gunnarsdóttir og Una Lorenzen komu fram í Víðsjáþætti þann 30. maí og töluðu um verk sín á sýningunni Dáið er allt án drauma.
Viðtalið byrjar á 29. mínútu.

http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/vidsja/20170530

Music Workshops marimba

Tónlistarnámskeið í Hafnarborg

Tónlistarnámskeið á Sönghátíð í Hafnarborgar

Í tengslum við Sönghátíð í Hafnarborg 2017 býður listasafnið upp á tónlistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6 – 12 ára vikuna 3. – 7. júlí, sem lýkur með þátttöku þeirra í lokatónleikum hátíðarinnar sunnudaginn 9. júlí kl. 17:00. Námskeiðið er fyrir börn sem hafa gaman af tónlist, bæði þau sem nú þegar leika á hljóðfæri og syngja og þau sem hafa ekki verið í tónlistarnámi. Börnin munu fara í tónlistarleiki, syngja, spila, spinna og æfa upp efnisskrá fyrir tónleika. Markmið námskeiðsins er að börnin læri að njóta tónlistar sem skapandi og túlkandi gerendur.

Námskeiðið er í boði fyrir tvo aldurshópa, 6- 9 ára og 10-12 ára.

 

Boðið verður upp á eftirfarandi námskeið:

Mán. 3.7. – fös. 7.7. og tónleikar sun. 9.7. kl. 17:00

Kl. 09:00-12:00 fyrir 6 – 9 ára

Kl. 13:00-16:00 fyrir 10 – 12 ára

5 dagar og einir tónleikar

 

  • Námskeiðsgjald er 17.000 kr. Það innifelur einn boðsmiða á tónleikana.

Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Skráning fer fram í gegnum email: hafnarborg@hafnarfjordur.is.

  • Við skráningu skal taka fram nafn barns og kennitölu, nafn foreldra/forráðamanna, síma allra forráðamanna, heimilisfang og email.
  • Vinsamlegast látið vita ef barn er með sérþarfir sem taka þarf tillit til.

Nánari upplýsingar í s. 585-5790 og í gegnum netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is og á heimasíðu hátíðarinnar: www.songhatid.is.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Þórdís Heiða Kristjánsdóttir og Hildur Guðný Þórhallsdóttir.

 

Þórdís Heiða Kristjánsdóttir útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, tónmenntakennaradeild 1999 og lauk 8. stigi í blokkflautuleik hjá Camillu Söderberg við sama skóla árið eftir. Eftir það fór hún til London og lærði Continuing Professional Development, í Guildhall School of Music and Drama og lauk því haustið 2002. Hún kennir við Salaskóla í Kópavogi, Tónlistarskólann í Reykjavík og stýrir tónlistarnámskeiðum hjá Hjallastefnunni.

Undanfarin ár hefur hún komið að mörgum verkefnum sem eiga það sameiginlegt að vinna skapandi starf og þá mest með börnum. Má þar nefna Sumartónleika í Skálholti, Barnamenningarhátíð í Reykjavík, Þjóðlagahátíð á Siglufirði, Listadaga í Garðabæ, Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri, smiðjur í kringum Landnámshelgi í Árnesi, Landsmót barnakóra og verkefni í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listaháskólann. Hún hefur tekið þátt í Tónlist fyrir alla og heimsótt nær alla grunnskóla Reykjavíkur og Kópavogs með dagskrá sem kallast Virkir þátttakendur. Hóparnir sem hafa tekið þátt í þessu hafa af ýmsu tagi; grunnskólabekkir, tónlistarskólahópar, leikskólabörn, starfsmannahópar í hópefli og þannig mætti lengi telja. Allt með það að markmiði að hver og einn fái að njóta sín og sinna styrkleika í verkefnunum.

 

Hildur Guðný Þórhallsdóttir nam klassískan píanóleik og jazzsöng við Tónlistarskóla FÍH. Hún lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1998 og um haustið sama ár hóf hún störf sem tónfræðakennari við Tónlistarskóla FÍH. Hildur Guðný kennir í dag kennslufræði við kennaradeild skólans og heldur þar utan um æfingakennslu ásamt því að kenna tónheyrn og hrynþjálfun í grunndeild. Hrynþjálfunarfræðina lærði hún í Rytmisk Musikkonservatorium (RMC) í Kaupmannahöfn.

Hildur Guðný hefur unnið mjög mikið við verkefni tengdum sköpunarþætti tónlistarkennslu og hefur verið einn af frumkvöðlum þess háttar kennslu á Íslandi. Hún starfar sjálfstætt við skapandi tónlistarkennslu á öllum skólastigum í almennum skólum jafnt sem í tónlistarskólum. Hildur vinnur einnig með hópefli í skólum og fyrirtækjum þar sem hún hristir saman hópa af öllum aldri, stærðum og gerðum með hrynþjálfun, trommuslætti, söng og dansi.

Hildur Guðný hefur komið að margvíslegum tólistarverkefnum og viðburðum með einum eða öðrum hætti.   Þar má nefna:  Listahátíð í Reykjavík, Tónlist fyrir alla, Fræðslustarf Sinfóníhljómsveitar Íslands, Sumarhátíð í Skálholti, Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri, Landsmót barnakóra, Íslensku tónlistarverðlaunin, Jazzhátíð Reykjavíkur, Músíktilraunir, Þjóðlagahátíð Siglufjarðar, Gestakennslu í Háskóla Íslands, Námskeiðahald fyrir tónlistarkennara víða um land og Frístundasvið ÍTR.

 

Gudrun Olafsdottir portrait-sm

Söngnámskeið fyrir áhugafólk

Söngnámskeið fyrir áhugafólk á Sönghátíð í Hafnarborg

Sönghátíð í Hafnarborg 2017 býður upp á söngnámskeið með mezzósópransöngkonunni Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur fyrir áhugafólk um söng. Farið verður í ýmislegt varðandi söngtækni, svo sem líkamsstöðu, öndun, stuðning, sérhljóðamyndun, að syngja hreint, hátt og lágt, veikt og sterkt. Markmið námskeiðsins er að nemendur nái að njóta þess að syngja af enn meira frelsi en áður. Námskeiðið er tilvalið fyrir alla þá sem hafa gaman af því að syngja og vilja ná betra valdi á röddinni. Ekki er nauðsynlegt að hafa lært söng áður, verið í tónlistarskóla eða að kunna að lesa nótur. Aldurslágmark er 15 ár, en það er ekkert aldurshámark.

Námskeiðið fer fram í Hafnarborg í Hafnarfirði eftirfarandi daga:

Laugardaginn 1. júlí kl. 15:00-17:00

Sunnudaginn 2. júlí kl. 15:00-17:00

 

Námskeiðsgjald (4 klst.) er 12.000 kr. Það innifelur einn boðsmiða á eina tónleika á Sönghátíð í Hafnarborg.

Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Skráning fer fram í gegnum email: hafnarborg@hafnarfjordur.is.

  • Við skráningu skal taka fram nafn og kennitölu, heimilisfang, símanúmer og email.
  • Vinsamlegast látið vita ef barn er með sérþarfir sem taka þarf tillit til.

Nánari upplýsingar í s. 585-5790 og í gegnum netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is og á heimasíðu hátíðarinnar www.songhatid.is.

 

Um leiðbeinanda námskeiðsins og listrænan stjórnanda Sönghátíðar í Hafnarborg:


GUÐRÚN JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR
 mezzósópran hefur komið fram á tónleikum vítt og breitt um Evrópu, í Suður-Ameríku, Bandaríkjunum og Afríku í tónleikasölum svo sem Henry le Boeuf Hall í Bozar í Brussel, Auditorio Nacional de Música og Teatro Real í Madrid, Glinka sal Fílharmóníunnar og Belozelsky-Belozersky höllinni í St. Pétursborg, Coliseo í Buenos Aires og Royal Festival Hall í London. Hún hefur sungið m. a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sonor Ensemble, Camerata del Prado, Sinfóníuhljómsveitum La Mancha, Albacete, Sinfóníuhljómsveit Madrídar, St Petersburg State Symphony Orchestra og Philharmonia Orchestra í London.

Guðrún hefur sungið í óperum á Spáni, Bretlandi og Íslandi, hlutverk eins og Öskubusku, Dorabellu, Rosinu, Romeo, Prins Orlowsky, Sesto, Komponist, Dido, Ingibjörgu í Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson og titilhlutverkið í Stígvélaða kettinum eftir Montsalvatge í Konunglega óperuhúsinu í Madríd. Guðrún hefur frumflutt fjölda tónverka eftir íslensk og erlend tónskáld, sem mörg hver hafa verið samin sérstaklega fyrir hana. Hún hefur hlotið ýmis verðlaun í alþjóðlegum söngkeppnum, svo sem Kathleen Ferrier ljóðasöngsverðlaunin í Wigmore Hall í London, The Miriam Licette Scholarship í Konunglega óperuhúsinu Covent Garden, The Schubert Lieder Prize í Guildhall, Madeline Finden Memorial Trust Award í Royal Academy of Music, þriðju verðlaun í Concorso Vocale Internazionale di Musica Sacra í Róm, ljóðasöngsverðlaunin í hinni Alþjóðlegu söngkeppni Zamoraborgar á Spáni og verðlaun sem Besti flytjandi tónlistar eftir Rodrigo í Joaquín Rodrigo keppninni í Madríd. Hún hefur hlotið Starfslaun listamanna í eitt ár í tvígang.

Guðrún stundaði söngnám hjá Rut Magnússon í Tónlistarskólanum í Reykjavík og hjá prófessor Lauru Sarti í Guildhall School of Music and Drama í London, en þar hlaut hún meistaragráðu í söng og lauk óperudeild skólans. Guðrún var listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri í ellefu ár þar til hún stofnaði Sönghátíð í Hafnarborg, sem hún stjórnar. Söngur hennar hefur verið hljóðritaður á vegum Ríkisútvarpsins, Sjónvarpsins, BBC Radio 3, Spænska ríkisútvarpsins og Spænska ríkissjónvarpsins og var hún einn af söngvurunum sem Sjónvarpið fjallaði um í þáttaröðinni Átta raddir. Guðrún hefur sungið inn á geisladiskana Grieg-Schumann með Víkingi Heiðari Ólafssyni, Apocrypha (sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin) með Nordic Affect, Iepo Oneipo Heilagur Draumur (Editor´s Choice, Gramophone Magazine) og Kom skapari með Kammerkór Suðurlands, Barn er oss fætt með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sigvaldi Kaldalóns: Ég lít í anda liðna tíð með Jónasi Ingimundarsyni, Tengsl Hjálmar H. Ragnarsson með Kammersveit Reykjavíkur, Mitt er þitt – íslensk og spænsk sönglög, English and Scottish Romantic Songs for Voice and Guitar (EMEC Discos) og Secretos quiero descubrir með Francisco Javier Jáuregui og Grannmetislög og Áskell Másson (Naxos) með Caput. www.gudrunolafsdottir.com

mandala

Myndlistarnámskeið Hafnarborgar

Í sumar verður boðið upp á námskeið fyrir börn á aldrinum 6 – 12 ára í Hafnarborg. Farið verður í rannsóknarleiðangra og undirstöðuatriði myndlistar kynnt bæði í gegnum rannsókn umhverfisins, sýningarnar í safninu og með skapandi vinnu. Unnin verða skapandi verkefni í fjölbreytta miðla, teiknað, málað og mótað, með það að markmiði að þjálfa sjónræna athygli, örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu barnanna.

Í boði eru þrjú vikulöng námskeið fyrir aldurshópana 6- 9 ára og 10-12 ára. Hvert námskeið um sig fjallar um ólíkt þema þannig að hægt er að taka þátt í fleiri en einu.

Boðið verður upp á eftirfarandi námskeið:

12. – 16. júní kl. 9:00 – 12:00, fyrir 6 – 9 ára,
5 dagar
12. – 16. júní kl. 13:00 – 16:00, fyrir 10 – 12 ára,
5 dagar

19. júní – 23. júní kl. 9:00 – 12:00, fyrir 6 – 9 ára,
5 dagar
19. júní – 23. júní kl. 13:00 – 16:00, fyrri 10 – 12 ára,
5 dagar

26. júní – 30. júní kl. 9:00 – 12:00, fyrir 6 – 9 ára,
5 dagar
26. júní – 30. júní kl. 13:00 – 16:00, fyrri 10 – 12 ára,
5 dagar

 

  • Námskeiðsgjald er kr. 12.500- fyrir hvert 5 daga námskeið.
  • Ef barn er skráð er á fleiri en eitt námskeið fæst 15% afsláttur af seinna/seinni námskeiðum.
  • Systkynaafsláttur: Fullt gjald er greitt fyrir eitt barn og 50% afsláttur á námskeiðagjaldi annarra systkyna.
  • Vinsamlegast látið vita ef barn er með sérþarfir sem taka þarf tillit til.

 

Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Skráning fer fram í gegn um email hafnarborg@hafnarfjordur.is. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu safnsins www.hafnarborg.is í síma 585-5790 og í gegnum netfangið hafnarborg@hafnarfjordur.is. Sjá einnig heimasíðu Hafnarborgar www.hafnarborg.is

 

steingrímur-featureimage

Steingrímur Eyfjörð – bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2017

Útnefning bæjarlistamanns Hafnarfjarðar árið 2017.

 

Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður hefur verið útnefndur bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2017. Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar kallaði eftir tilnefningum til bæjarlistamanns snemma árs og bárust fjölmargar tilnefningar. Mat nefndarinnar var að árið 2017 yrði myndlistarmaðurinn Steingrímur Eyfjörð bæjarlistamaður Hafnarfjarðar.

Steingrímur Eyfjörð er fæddur árið 1954, hann nam myndlist á Íslandi og í Hollandi. Steingrímur hefur í verkum sínum farið inn á merkingarsvið heimspeki, vísinda, félags- og mannfræði þar sem viðfangsefni verkanna geta verið um jafnólíka hluti og trúmál, pólitík, dægurmenningu, íslenska þjóðmenningu og sögu. Verk hans snúast oft um það sem kalla má nútíma þjóðsögur, sem sækja efnivið sinn í dulspeki, samsæriskenningar og ýmiskonar hjávísindi. Þessar sögur endurspegla margbreytileika þekkingarleitar mannsins og tilraunir til að skilgreina og skoða veruleikann út frá fjölbreyttara sjónarhorni en hefðbundin vísindi bjóða upp á.

 

Teikningin er fyrirferðarmikill tjáningarmáti í verkum Steingríms og í þeim sést náinn sjónrænn skyldleiki teikningarinnar við ritlistina en verk hans eru oft í frásagnarstíl. Í verkum Steingríms má finna ástríðufulla og fordómalausa rökræðu þar sem fegurðin og hið ljóðræna við alla sköpun eru snertifletir. Þau eru eins konar ferðalag eða könnun sem beinist inn á við, þar sem hver og einn verður að máta sig við ákveðnar aðstæður. Oft og tíðum er um eins konar leik með listhugtakið að ræða þar sem framvinda verksins, sköpunarferlið sjálft, er sýnilegur hluti þess. Verk Steingríms vekja áleitnar spurningar um  vísindi, trúmál, pólitík, íslenska þjóð- og dægurmenningu. Í þessu ferli öllu má finna trú á eðlisgreind einstaklingsins í samfélagi sem leitast við að móta menn í einsleitt form.

 

Fjölbreyttur ferill Steingríms spannar  fjóra áratugi, hann hefur sýnt verk sín hérlendis og erlendis bæði einn og með öðrum. Hann hefur sinnt kennslu og verið virkur í félagsstarfi myndlistarmanna. Hann var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2007. Steingrímur hefur búið í Hafnarfirði undanfarin fimm ár, í janúar var einkasýning á verkum hans í Hafnarborg sem bar nefnið Kvenhetjan. Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar hlýtur greiðslu að upphæð 1.000.000 kr sem hvatningu til áframhaldandi sköpunar og virkni.

 

Föstudaginn 21. apríl kl. 20:30 verður hér í Hafnarborg stutt kynning á ferli Steingríms.