egillsæbjörnsson-feneyjartilkynning

Egill Sæbjörnsson fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2017

Egill Sæbjörnsson fer sem fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæring er hann verður haldinn í 57. sinn á næsta ári. Sýningarstjóri Íslenska skálans er hin þýska Stefanie Böttcher, listfræðingur og sýningarstjóri.

Við hjá Hafnarborg óskum Agli hjartanlega til hamingju og hlökkum til að vinna með honum að sýningu hans sem opnar í Hafnarborg í lok október næstkomandi.

egillbakari

Úr fréttatilkynningu Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar:

Fagráðið er stóð að valinu þessu sinni segir: ,,Uppátækjasemin og skopskynið sem einkennir verkefni Egils, auk færni hans í að draga saman aðskilda heima með notkun mismunandi miðla til þess að skapa heilsteypt heildarumhverfi þar sem raunveruleikinn skarast á við hið ímyndaða, mun fanga athygli áhorfenda á Feneyjartvíæringnum árið 2017, með sínum marglaga heimi sem endurspeglar okkar samtíma og á erindi við heiminn allan.” 

Egill Sæbjörnsson (f.1973) býr og starfar í Berlín og Reykjavík. Verk hans og gjörningar hafa verið sýnd í Hamburger Bahnhof – safni fyrir samtímalist í Berlín; Frankfurter Kunstverein; Kölnischer Kunstverein; The Baryshnikov Art Center í New York; Oi Futuro í Rio de Janeiro; PS1 MoMA; Kiasma í Helsinki; Nýlistasafni Ástralíu í Sydney. Egill var tilnefndur til Carnegie listverðlaunanna árið 2010 og verk hans má finna í þónokkrum einkasöfnum. Tvö nýleg verk eftir hann eru: Steinkugel, varanlegt listaverk í opinberu rými fyrir Robert Koch Institute í Berlín og Cascade, ljósainnsetning fyrir  Kunstmuseum Ahlen. Árið 2011 vann hann ásamt Marcia Moraes og Robert Wilson að endurgerð á verki Wilson sem ber titilinn Einstein on the Beach. Egill hefur auk þess gefið út þrjár bækur með verkum sínum og gefið út fimm plötur með tónlist sinni. Egill vinnur með galleríunum i8 í Reykjavik og Hopstreet Gallery í Brussel.

Fréttatilkynning Kynningarmiðstöðvarinnar má finna í heild sinni HÉR.

13475147_10154321082668750_6171764432485125522_o

Myndir frá sumarnámskeiðum

Sumarnámskeið Hafnarborgar eru nú í fullum gangi og börnin njóta sín hjá okkur í listsköpun og leikjum. Hér eru myndir af námskeiðunum sem fóru fram 9. – 16. júní.

two1
13445424_10154321059548750_608904878281909483_n
two2
13442165_10154321157123750_5122313664143047417_n
two3
13427830_10154321158288750_5927386905753476282_n
two4
13407229_10154321114733750_8043304666939530619_n
two5
fræðsla1

Sumarnámskeið Hafnarborgar

Sumarlistasmiðja Hafnarborgar

Í sumar verður boðið upp á námskeið fyrir börn á aldrinum 6 – 12 ára í Hafnarborg. Farið verður í rannsóknarleiðangra og undirstöðuatriði myndlistar kynnt bæði í gegnum rannsókn umhverfisins, sýningarnar í safninu og með skapandi vinnu. Unnin verða skapandi verkefni í fjölbreytta miðla, teiknað, málað og mótað, með það að markmiði að þjálfa sjónræna athygli, örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu barnanna.

Í boði eru tvö námskeið fyrir aldurshópana 6- 9 ára og 10-12 ára. Hvert námskeið um sig fjallar um ólíkt þema þannig að hægt er að taka þátt í fleiri en einu.

Boðið verður upp á eftirfarandi námskeið:

9. – 16. júní kl. 9 – 12, fyrir 6 – 9 ára,
6 dagar kr. 13.000

9. – 16. júní kl. 13 – 16, fyrir 10 – 12 ára,
6 dagar kr. 13.000

20. júní – 1. júlí kl. 9 – 12, fyrir 6 – 9 ára,
10 dagar kr. 19.000

20. júní – 1. júlí kl. 13 – 16, fyrri 10 – 12 ára,
10 dagar kr. 19.000

Námskeiðsgjald er 13.000 eða 19.000 krónur eftir lengd námskeiðs.

Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Skráning fer fram á www.frístund.is
eða á http://ibuagatt.hafnarfjordur.is/MaritechRegistrations/

Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu safnsins,www.hafnarborg.is, í síma 585-5790, eða í gegnum tölvupóst,hafnarborg@hafnarfjordur.is.

1_ISK_inngangur_02

Íslenska Kaffistofan opnar í Hafnarborg

Undirritaður hefur verið samningur við Íslensku Kaffistofuna um að taka við veitingasölu í Hafnarborg. Þeim verður tekið fagnandi og munu þau hefja starfsemi sína hér á fyrstu hæð safnsins í júní.

lilja-featureimage

Næstu hádegistónleikar verða 3. maí

Hádegistónleikar í Hafnarborg verða næst haldnir þann 3. maí. Þá mun Lilja Guðmundsdóttir sópransöngkona koma fram ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara og listrænum stjórnanda Hádegistónleikana.

Að þessu sinni var ákveðið var að sleppa hádegistónleikunum í apríl sökum tæknilega flókinnar sýningar í aðalsal Hafnarborgar sem erfitt er að hliðra til með góðu móti.

umgerd-featureimage

Skólahópar velkomnir

Hafnarborg býður nemendahópa úr grunn- og framhaldsskólum velkomna til fræðslu og leiðsagnar um sýninguna Umgerð sem nú stendur yfir í aðalsal Hafnarborgar.

Hugsteypan er samstarf listamannanna Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og Þórdísar Jóhannesdóttur en þær hafa starfað saman frá árinu 2008. Sýningin Umgerð  er sérstaklega aðlöguð að sýningarrými Hafnarborgar þar sem margvíslegum efniviði er blandað við málaða fleti og ljósmyndir og lýsingu sem kalla fram ótal mismunandi sjónarhorn. Nemendur eru leiddir um sýninguna og þeir sem svo eru búnir eru hvattir til þess að fanga áhugaverð sjónarhorn á síma og snjalltæki sín og gerast þannig þátttakendur í verkinu. Lánstæki er í boði fyrir yngri nemendur. Með því svo að deila myndunum í gegnum samfélagsmiðla hafa áhorfendur áhrif á þróun verksins þar sem myndirnar varpast jafnóðum inní sýningarrýmið og verða hluti af innsetningunni. Sýningin mun standa til 22. maí.

Markmið safnfræðslu í Hafnarborg er að hvetja gesti til umhugsunar um myndlist, skapa vettvang til umræðu um list og læra af listamönnum um ólík þekkingarsvið. Myndlist er víðtæk og margslungin og ekki bundin við listnámsgreinar fremur en aðrar námsgreinar og námssvið.

Heimsókn í safnið miðar að fræðslu sem sniðin er að hverjum aldurshóp. Okkur í Hafnarborg langar sérstaklega að bjóða nemendum efstu bekkja grunnskólanna til okkar á sýninguna, Umgerð.

Hægt er að bóka heimsókn með því að senda tölvupóst á hafnarborg@hafnarfjordur.is eða í síma: 585 5790.

0048901.jpg

Opnunartími um páska

Skírdagur – Opið 12 – 17

Föstudagurinn langi – Lokað

Laugardagur 26. mars – Opið frá k12 – 17

Páskasunnudagur – Lokað

Annar í Páskum – Opið 12 – 17

okkarstadur-slideshow

Könnun til gesta opnu vinnustofunnar Þinn staður – Okkar bær

Kæri gestur Hafnarborgar,

við viljum gjarnan heyra þína skoðun á sviðsmyndunum tveimur sem eru kynntar hér á opnu vinnustufunni Þinn staður – Okkar bær.

Hér fyrir neðan er hlekkur á örstutta könnun sem við vonum að þú gefir þér tíma til að svara:

Smellið hér fyrir könnunina.

 

Hér er hlekkur á skýrslu um þéttingu byggðar í Hafnarfirði:

Þétting byggðar – skýrsla.

bogagluggar-featureimage

Breyttur opnunartími

Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma safnsins tímabundið og loka kl. 17 á fimmtudögum eins og alla aðra daga nema þriðjudaga þegar safnið er lokað. Þessi breyting tekur gildi frá og með fimmtudeginum 18. febrúar 2016. Áður var safnið opið til kl. 21 á fimmtudagskvöldum.

Opnunartími Hafnarborgar er því eftirfarandi:

Mánudagar      12 – 17
Þriðjudagar      Lokað
Miðvikudagar  12 – 17
Fimmtudaga    12 – 17
Föstudaga         12 – 17
Laugardaga      12 – 17
Sunnudaga       12 – 17

KONICA MINOLTA DIGITAL CAMERA

Hafnarborg fyrir elskendur – Gönguferð um Víðistaðatún

Dagana 11. til 14. febrúar verður breytist Hafnarfjörður í Ástar- og kærleiksbæinn Hafnarfjörð í tilefni Valentínusardagsins. Ástar og kærleiksbærinn Hafnarfjörður er hugsaður sem hvatning til að vekja athyggli á kærleikanum og ástinni og mikilvægi þess að gleðja, elska og sýna kærlæka í verki.

Þá er tilvalið að heimsækja sýningar Hafnarborgar Hraun og mynd sem staðsett er í aðalsal safnsins, með verkum Kristbergs Ó. Péturssonar og DIKTUR  í Sverrissal sýningu á verkum Ragnhildar Jóhannsdóttur. Enginn aðgangseyrir er á sýningar Hafnarborgar.

Jafnframt mælum við með rómantískum gögnuferðum um Höggmyndagarð Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni en þar er að finna fjölda útilistaverka í eigu Hafnarborgar.