Gestavinnustofa

Hafnarborg rekur listamannaíbúð með vinnuaðstöðu á efstu hæð safnsins að Strandgötu 34. Vinnustofan er einkum ætluð erlendum listamönnum til dvalar. Hægt er að sækja um dvöl í vinnustofunni á eyðublaði sem finna má hér fyrir neðan. Úthlutað er til eins mánaðar í senn og skal dvalargestur greiða 500 evrur minnst þremur mánuðum áður en dvöl hefst.

Gestavinnustofan er um 80 fm og skiptist í eldhús, borðstofu, baðherbergi, vinnurými og svefnherbergi. Íbúðin er búin öllum helstu áhöldum, sængurfatnaði, handklæðum, þvottavél og þurrkara, auk innifalinnar síma- og nettengingar.

Gestavinnustofan er í miðbæ Hafnarfjarðar skammt frá aðalstrætóstöð bæjarins og er því mjög auðvelt fyrir gesti að komast til Reykjavíkur eða aðra staði. Þeir sem í íbúðinni dvelja greiða dvalargjald, sem ákveðið er af stjórn Hafnarborgar, en það er nú 500 evrur á mánuði.