Leiðsögn

Hafnarborg býður upp á leiðsögn um sýningar safnsins fyrir almenna hópa eftir pöntun. Hægt er að sníða hverja leiðsögn að óskum hópsins, með tilliti til efnis, áherslna og tímalengdar.

Verð fyrir leiðsögn er 20.000 kr. utan opnunartíma og um helgar. Boðið er upp á ókeypis leiðsögn fyrir félög og hópa eldri borgara.

Til að bóka leiðsögn, vinsamlegast hafið samband í síma 585 5790 eða með því að senda tölvupóst á [email protected].