Aðgengi

Aðgengi að Hafnarborg er grænt, samkvæmt þeim aðgengisviðmiðum sem List án landamæra notar:

  • Skábrautir við þröskulda
  • Lyftur á milli hæða
  • Aðgengilegt salerni
  • Blátt bílastæði nálægt húsi

Einnig er hjólastóll í afgreiðslu til afnota fyrir gesti.

Ef þú hefur frekari spurningar um aðgengi að safninu, ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 585 5790 eða með því að senda tölvupóst á [email protected].

Aðvörun

Vegna yfirstandandi sýningar, Landslag fyrir útvalda, vekjum við athygli gesta á því að eitt vídeóverkanna á sýningunni inniheldur blikkandi ljós sem gæti hugsanlega leitt til flogakasts hjá þeim sem þjást af flogaveiki.