Skólaheimsókn

Hafnarborg leggur áherslu á að gefa öllum tækifæri til að kynnast menningu og listum og býður skólahópa sérstaklega velkomna í heimsókn að skoða sýningar safnsins. Markmið heimsóknarinnar er að hvetja nemendur til umhugsunar um myndlist og hönnun – að sjá, skoða, uppgötva og tjá sig.

Myndlistin endurspeglar heiminn í kringum okkur og listafólk tekst á við hinar ólíkustu og áleitustu spurningar um lífið og tilveruna. Þá er hver heimsókn sniðin að þörfum hvers hóps fyrir sig, með tilliti til efnis, áherslna og skólastigs. Miðað er við að heimsókn í safnið taki um það bil eina kennslustund en hægt er að haga lengd heimsóknarinnar að óskum hvers hóps.

Yfirstandandi sýningar

„Við sjáum það sem við viljum sjá“
Elín Sigríður María Ólafsdóttir

Stendur yfir til 3. nóvember næstkomandi.

Sjá nánar hér.

Sjónarafl
Þjálfun í myndlæsi

Í samstarfi við Listasafn Íslands.

Sjá nánar hér.

Bóka hóp

Tekið er á móti skólahópum eftir samkomulagi alla virka daga kl. 9–16 og er heimsóknin skólum að kostnaðarlausu. Þá er almennt miðað við að fjöldi nemenda í hverjum hóp sé ekki yfir tuttugu og fimm, svo allir fái sem mest út úr heimsókninni, og er því lagt upp með að skipta fjölmennari hópum upp í tvo eða fleiri smærri hópa.

Vinsamlegast smellið hér til þess að bóka heimsókn eða hafið samband við skrifstofu með því að senda póst á [email protected].