Hádegisleiðsögn

Föstudaginn 10. apríl kl. 12.05 verður hádegisleiðsögn um sýninguna Vörður með verkum eftir Jónínu Guðnadóttur.

Í verkunum á sýningunni leitar Jónína  aftur til bernsku sinnar og mótunarára um miðja síðustu öld. Hún finnur hugmyndum sínum form í skúlptúrum og veggverkum þar sem saman fara fjölbreyttur efniviður á borð við steinsteypu, gler og leir.

Nánar um sýninguna hér.