Útilistaverk í Hafnarfirði

Kortavefurinn utilistaverk.hafnarborg.is er upplýsingasíða þar sem finna má helstu upplýsingar um útilistaverk í almannarými Hafnarfjarðar, svo sem nákvæma staðsetningu þeirra og annan fróðleik. Í bænum má enda finna fjölda útilistaverka eftir innlenda og erlenda listamenn sem tengjast Hafnarfirði með einum eða öðrum hætti. Þá eru mörg verkanna staðsett í miðbænum og við höfnina en einnig má finna fjölda þeirra í höggmyndagarðinum á Víðisstaðatúni, í Hellisgerði og við Sólvang.

Vinsamlegast athugið að listinn sem birtur er á síðunni er ekki tæmandi, þar sem kortið sýnir aðeins þau verk sem eru í umsjá Hafnarborgar.