Rausnarleg gjöf frá Listaverkasafni Valtýs Péturssonar

Þann 27. mars 2017 afhenti Listaverkasafn Valtýs Péturssonar Hafnarborg tólf málverk eftir Valtý Pétursson, til eignar og varðveislu, við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands. Í erfðaskrá Herdísar Vigfúsdóttur, ekkju Valtýs, óskaði hún þess að þau listaverk sem hann lét eftir sig yrðu gefin til safna.

Söfnin sem tóku við gjöfinni eru Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Gerðarsafn, Listasafn Árnesinga, Hafnarborg, Listasafn Háskóla Íslands og Listasafnið á Akureyri. Einnig voru verk gefin til Grenivíkur sem er fæðingarstaður Valtýs. Listaverkin eru á annað þúsund talsins og frá öllum tímabilum á ferli listamannsins.

Valtýr Pétursson var brautryðjandi abstraktlistar hér á landi og afkastamikill listmálari. Hann var einnig mikilvirkur gagnrýnandi og virkur þátttakandi í félagsstarfi listamanna.

Hafnarborg þakkar kærlega fyrir gjöfina.