„Næst jarðarför er yfirlitssýning eitthvert hið alvarlegasta sem hægt er að taka sér fyrir hendur (Kjartan Guðjónsson, úr sýningarskrá.)“
Á þessari yfirgripsmiklu málverkasýningu Kjartans Guðjónssonar (1921-2010) voru sýnd 66 verk, unnin á árunum 1944-1991. Öll verk sýningarinnar, að tveimur undanskildum, voru unnin í olíu. Þá höfðu margar eldri myndanna aldrei verið sýndar áður.