Textíll

Samsýning átta listakvenna

Átta textíllistakonur héldu samsýningu á verkum sínum í Hafnarborg, þar sem sjá mátti fjölbreytta textíllist, svo sem máluð og þrykkt myndverk, flest á bómullarefni, auk nytjalistar. Verkin voru 52 talsins en sýningin var sölusýning, í samræmi við þáverandi stefnu safnsins.

Listakonurnar sem tóku þátt í sýningunni voru Björk Magnúsdóttir, Fjóla Kristín Árnadóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Hulda Sigurðardóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristrún Ágústsdóttir og Ragnhildur Ragnarsdóttir. Allar höfðu þær lokið námi frá textíldeildum myndlistarskóla hér heima, í Skotlandi eða Finnlandi.