Sumarsýning

Verk úr safneign Hafnarborgar

Á fyrstu sumarsýningu menningar- og listastofnunarinnar, sem opnaði þann 30. júlí 1988, voru sýnd 96 verk úr safneign Hafnarborgar, eftir marga þekktustu listamenn landsins, svo sem Kjarval, Nínu Tryggvadóttur, Svein Þórarinsson, Kristján Davíðsson, Ólaf Túbals, Erró og Júlíönu Sveinsdóttur, en meirihluti verkanna á sýningunni var hluti af stofngjöf hjónanna Sverris Magnússonar og Ingibjargar Sigurjónsdóttur. Sýningin átti upprunalega að standa til 14. ágúst en var að endingu framlengd til loka september.