Hver hreyfing er meðvituð eða ómeðvituð teikning.
Slóð, sem er fyrirfram ákveðin lína, sýnileg/ósýnileg, er því teikning.
Með myndavélinni er hægt að sanna þetta og skoða á filmu.
Mynd af hreyfingu tekin á hægum tíma staðfestir þetta.
Þess vegna erum við dagsdaglega að teikna feril í rúm og tíma.
SLÓÐ: sýningin er í raun eitt verk í mörgum pörtum,
INSTALLATION – INNSETNING.
Verkin eiga það sameiginlegt að eftir þeim er farið.
Teikningar.
Mynda línu frá einum stað til annars, sýnilegar/ósýnilegar.
Myndir í land – sumt eru tákn.
Um var að ræða fyrstu einkasýningu Guðmundar Rúnars Lúðvíkssonar að loknu námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Jafnframt var þetta fyrsta sýningin í Hafnarborg þar sem innsetningartækni var beitt við gerð mynda fyrir sýningarrýmið. Á sýningunni, sem fór fram í kaffistofunni, voru níu verk.