Samsýning

Sex nýútskrifaðir listamenn

Haldin var samsýning sex listamanna, sem allir útskrifuðust frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árinu áður. Á sýningunni voru olíumálverk, skúlptúrar úr plexí-gleri, steinsteypu og stáli og handþrykktar tréristur.

Þeir listamenn sem áttu verk á sýningunni voru Daníel Sigurðsson, Helga Magnúsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Ragnhildur Ragnarsdóttir og Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir.

Þá áttu þau það öll sameiginlegt að hafa hafið myndlistarnám á fullorðinsárum og voru í hópi þeirra elstu sem luku prófi frá skólanum vorið 1989. Verkin á sýningunni voru unnin á árunum 1989 og 1990.