Safnasýning

Munir úr eigu einstaklinga, úr Ásbúðarsafni og Byggðasafni Hafnarfjarðar

Um var að ræða sýningu á söfnum í eigu einstaklinga, ásamt hlutum úr Ásbúðarsafni og Byggðasafni Hafnarfjarðar, sem stóð að sýningunni í samstarfi við Hafnarborg.

Hvað rekur fjölda fólks til að halda hlutum til haga henda helst aldrei neinu? Trúlega finnast ótalmörg svör við þessari spurningu. Sumir hlutir hafa sögulegt gildi, aðrir ganga í erfðir og mynda smám saman vísi að safni. Vissir gripir höfða til fegurðarskyns okkar og öðru söfnum við einfaldlega að okkur af vana sem erfitt er að leggja af.

Á þessari sýningu gafst kostur á að kynna sér brot af því sem fjöldi fólks, vítt um land, lætur eftir sér að safna í tómstundum sínum í dag en gæti með tímanum öðlast sögulegt gildi í menningu okkar.