Rut Rebekka Sigurjónsdóttir

Málverk

Liturinn höfðar mjög sterkt til mín, og þó þetta séu fígúratívar myndir, þá eru þær byggðar á litnum fyrst og fremst. Manneskja og hljóðfæri hafa mér alltaf þótt mjög falleg saman.¹

Rut Rebekka Sigurjónsdóttir sýndi málverk, sem öll voru af hljómlistarmönnum að leika á hljóðfæri sín. Verkin voru unnin í olíuliti, vatnsliti og grafík. Við opnun var leikin tónlist.

¹Úr viðtali við listamanninn í Morgunblaðinu
9. febrúar 1991.