Ómar Svavarsson

Málverk

Ómar Svavarsson sýndi átján málverk. Áður hafði hann haldið tvær einkasýningar í Hafnarfirði og á Neskaupsstað, auk þess sem hann hafði tekið þátt í samsýningum. Hafði hann stundað nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1978-80 og sótt einkatíma hjá Bjarna Jónssyni, listmálara, árin 1981-84.