Samsýning fjögurra listamanna

Listahátíð í Hafnarfirði 1991

Í tengslum við Listahátíð í Hafnarfirði, sem haldin var í fyrsta sinn árið 1991, var sett upp samsýning á verkum fjögurra íslenskra listamanna í aðalsal Hafnarborgar. Listamennirnir sem tóku þátt í sýningunni voru Einar Garibaldi Eiríksson, Guðrún Kristjánsdóttir, Sigurður Örlygsson og Sveinn Björnsson. Á sýningunni mátti sjá málverk eftir listamennina fjóra, aðallega unnin í olíu.

Stjórn Listahátíðar í Hafnarfirði árið 1991 skipuðu Sverrir ÓlafssonÞorgeir ÓlafssonGunnar Gunnarsson og Eiríkur Óskarsson. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði veittu Listahátíðinni sérstakan stuðning og kostuðu hana að stórum hluta. Í tengslum við Listahátíðina var sett upp höggmyndasýning í miðbæ Hafnarfjarðar, auk þess sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá, tónleika og myndlistarsýningar í Hafnarborg.