Hinir tólf

Listahátíð í Hafnarfirði 1991

Í tengslum við Listahátíð í Hafnarfirði, sem haldin var í fyrsta sinn árið 1991, var sett upp sýning á verkum listamanna sem tilheyrðu hópnum Hinum tólf í Sverrissal Hafnarborgar. Á sýningunni mátti sjá grafík, höggmyndir, leirlist, málverk, teikningar og textílverk. Allir áttu listamenn hópsins það sameiginlegt að hafa búið eða starfað í Hafnarfirði um einhvern tíma.

Listamennirnir sem áttu verk á sýningunni voru Aðalheiður Skarphéðinsdóttir, Elín Guðmundsdóttir, Gestur Þorgrímsson, Gunnlaugur Stefán Gíslason, János Probstner, Jóna Guðvarðardóttir, Kristrún Ágústsdóttir, Pétur Bjarnason, Sigríður Ágústsdóttir, Sigríður Erla Guðmundsdóttir og Rúna (Sigrún Guðjónsdóttir). Þá var Sverrir Ólafsson, formaður Listahátíðar í Hafnarfirði, tólfti félagi listahópsins.

Ásamt Sverri var stjórn Listahátíðar skipuð þeim Þorgeiri ÓlafssyniGunnari Gunnarssyni og Eiríki Óskarssyni. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði veittu Listahátíðinni sérstakan stuðning og kostuðu hana að stórum hluta. Í tengslum við Listahátíðina var sett upp höggmyndasýning í miðbæ Hafnarfjarðar, auk þess sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá, tónleika og myndlistarsýningar í Hafnarborg.