List án landamæra

Einkasýning listamanneskju hátíðarinnar

Elín Sigríður María Ólafsdóttir  (f. 1983) er listamanneskja hátíðarinnar Listar án landamæra 2024. Elín er myndlistarkona, leikkona og skáld. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýningu á Café Mokka. Meðal samsýninga má nefna sýninguna Áhrifavalda á Safnasafninu á Svalbarðsströnd og samstarfssýningu með Kristínu Gunnlaugsdóttur í Listasal Mosfellsbæjar á dagskrá Listar án landamæra 2012. Elín hefur einnig sýnt erlendis hjá galleríinu Inuti í Stokkhólmi. Þá hefur hún stigið á stokk með Tjarnarleikhúsinu, auk þess sem hún sinnir ráðgjöf um inngildingu sem meðlimur Listvinnzlunnar. Elín lauk diplómanámi í myndlist frá Myndlistaskóla Reykjavíkur árið 2017.