List án landamæra

Einkasýning listamanns hátíðarinnar

Laugardaginn 15. október verður einkasýning listamanns hátíðarinnar Listar án landamæra opnuð í Sverrissal Hafnarborgar. Þá er listamaður hátíðarinnar í ár Elfa Björk Jónsdóttir.

Elfa Björk Jónsdóttir er hæfileikarík listakona en segja má að myndheimur hennar byggist á abstraktgrunni og skapast oft skemmtilegt samspil hins formræna og fígúratífa þegar hún sækir sér fyrirmyndir ýmist úr umhverfinu, náttúrulífsbókum eða úr listasögunni. Þegar hún skapar listaverk innblásin af myndum í bókum eða öðrum listaverkum má segja að hún færi myndefnið yfir í sitt sterka einkennandi form í línum, litum og formgerð sem birtist að hluta í uppskiptingu myndflatarins. Elfa Björk er ákaflega vinnusöm og með sterkan hreinan og ákveðinn stíl.

List án landamæra 2022 mun eiga sér stað frá 15.-30. október.