Jónína Guðnadóttir

Lágmyndir og skúlptúrar

Jónína Guðnadóttir sýndi ný og nýleg verk, unnin á árunum 1989 og 1990, bæði lágmyndir og skúlptúra úr leir og steinsteypu. Þetta var áttunda einkasýning Jónínu en hún hafði sýnt bæði innanlands og utan, svo sem á Norðurlöndunum, í Bandaríkjunum og Japan.

Árið áður var Jónína kjörin formaður Norræna myndlistarbandalagsins en hún er einn helsti keramiklistamaður þjóðarinnar og var til að mynda fyrsti deildarkennarinn í keramikdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands.