Jón Gunnarsson

Málverkasýning

Þann 15. apríl 1989 opnaði Jón Gunnarsson sýningu á málverkum sínum í Hafnarborg. Á sýningunni voru 36 olíumálverk og 38 vatnslitamyndir, flestar málaðar síðustu þrjú árin á undan. Myndefnið sótti hann að stórum hluta til sjávarsíðunnar eða í náttúru landsins en á sýningunni voru myndir hvaðanæva af landinu.

Jón Gunnarsson (f. 1925) stundaði nám í Handíða- og myndlistaskólanum á árunum 1947-1949. Áður hefur hann haldið fjölmargar einkasýningar, m.a. á Kjarvalsstöðum, í Norræna húsinu og Háholti í Hafnarfirði. Einnig hefur hann tekið þátt í samsýningum, bæði hér á landi og erlendis.