Hnallþóra í sólinni

Dieter Roth

Sýning á úrvali prentverka frá árunum 1957 – 1993 eftir einn af brautryðjendum samtímalistarinnar, Dieter Roth (1930 – 1998). Hann var Svisslendingur en bjó um árabil á Íslandi og hafið hingað mikil tengsl. Dieter Roth var með eindæmum fjölhæfur myndlistamaður og hönnuður og vann í ólíka miðla; grafík, höggmyndir, málverk, bókverk og myndbandslist. Á sýningunni Hnallþóra í sólinni er lögð áhersla á framlag listamannsins til prentmiðilsins sem hann hafði mikinn metnað fyrir. Til sýnis verða grafíkverk og bókverk, en sýningunni er skipt upp í ellefu mismunandi tímabil og veitir greinargóða innsýn í listsköpun og ævistarf Dieter Roth. Sýningin var upphaflega sett upp í Skaftfelli á Seyðisfirði og er sýningarstjóri Björn Roth. Verkin á sýningunni eru fengin að láni frá Nýlistasafninu og fjölskyldu Dieter Roth.