Grafík úr safneign

Í safneign Hafnarborgar er að finna grafíkverk af ýmsum toga. Hér getur að líta úrval af þeim verkum. Verkin eiga það sameiginlegt að þau fanga stemmningu landslags og náttúru.  Sum þeirra voru gjafir til safnsins á meðan önnur hafa verið keypt, oft í kjölfar sýninga. Verkin hér eru bæði eftir innlenda og erlenda listamenn flest frá 10. áratugnum og endurspegla fjölbreytileika grafískra aðferða.

Grafík átti sinn blómatíma í íslenskri myndlist á 8. áratugnum, með þeirri fjölföldun sem aðferðir grafíklistar bjóða upp á var hægt að miðla list til almennings. Þær oft tæknilega flóknu aðferðir sem grafík list byggir á létu síðan undan fyrir nýrri stafrænni tækni.  Áhugi á handverki í prenti hefur aukist að undaförnu jafnt innan myndlistar sem hönnunar.

Saman mynda verkin ljóðræna heild þar sem form náttúrunnar endurspeglast með  yfirveguðum hætti.