comme ça louise?

Guðný Rósa Ingimarsdóttir

Laugardaginn 1. júní kl. 15 opnar sýning Guðnýjar Rósu Ingimarsdótturcomme ça louise?, í Sverrissal Hafnarborgar.

Sýningin comme ça louise? samanstendur af myndrænum þáttum sem tengjast upptöku af stúlku sem les upp úr enskri þýðingu á ljóði Steins Steinarrs, Tímanum og vatninu. Stúlkan, sem er íslensk, skilur ekki sjálf orðin en kjarni merkingarinnar skilar sér þó til þess sem leggur við hlustir. Bókstafleg merking skiptir hér ekki öllu máli, þar sem við eigum í samskiptum okkar á milli – samskiptum sem kunna að vera knöpp en áköf – er öldur hafsins gjálfra í takt við tímann.

Í heildina gefa þessir mismunandi þættir áhorfandanum aðeins útgangspunkt til frekari túlkunar. Hann verður að fikra sig sjálfur í gegnum hinar ólíku tengingar og flóttaleiðir. Teikningarnar mynda sniðmengi hluta sem haldast jafnan ókláraðir. Þar má finna gættir að ímyndunaraflinu, sem leiða að augnablikum sem eru „frosin“ í tíma, utan við fortíð og framtíð. Hvert augnablik virðist endalaust eða víst til þess að endurtaka sig. Kerfin gefa einnig til kynna tilvist annarra vídda í sveigðu rúmi hins línulega tíma, þar sem aðrir möguleikar, á mörkum þess að verða að veruleika, rúmast innan alheimsins, þó þeir tilheyri ólíku mengi hluta. Allt veltur á þeim tengingum sem við sjálf myndum.

Guðný Rósa er fædd í Reykjavík árið 1969. Hún stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk framhaldsnámi í La Cambre í Brussel og HISK í Antwerpen í Belgíu. Guðný Rósa býr og starfar í Brussel.