Björgvin Sigurgeir Haraldsson

Málverk

Björgvin Sigurgeir Haraldsson sýndi 47 málverk, öll unnin í akrýl. Elstu myndirnar á sýningunni voru frá árinu 1987. Um var að ræða fjórðu einkasýningu Björgvins, sem áður hafði sýnt í Unuhúsi, Norræna húsinu og á Kjarvalsstöðum.

Björgvin fæddist að Haukabergi í Dýrafirði árið 1936 en hann stundaði nám við Handíða- og myndlistarskóla Íslands 1958-1960, Myndlistaskólann í Reykjavík 1959-1961, Staatliche Hochschule für bildende Künste Hamburg 1961 og 1962, Statens Håndverks- og Kunstindustriskolen og Statens Lærerskole i Forming Oslo 1970-1971.