Anna Leósdóttir

Vatnslitir

Anna Leósdóttir sýndi verk sín í kaffistofu Hafnarborgar en um var að ræða þriðju einkasýningu Önnu, þar sem sjá mátti 42 vatnslitamyndir. Sýninguna tileinkaði Anna látinni vinkonu sinni, Ólafíu Guðrúnu Jónsdóttur, Lóu, sem var Hafnfirðingur og mikil baráttukona fyrir alheimsfriði.