Vorljóð á Björtum dögum

Margrét Hrafnsdóttir, Hrönn Þráinsdóttir og Ármann Helgason

Tónleikarnir Vorljóð fara fram í Hafnarborg á Björtum dögum laugardaginn 5. júní kl. 17:00.

Verkin eru öll fyrir sópran, klarinettu og píanó og eru það Margrét Hrafnsdóttir, sópransöngkona, Hrönn Þráinsdóttir, píanóleikari og Ármann Helgason, klarinettuleikari sem leiða saman hesta sína í þessari einlægu vorefnisskrá sem fær nú eftir ítarlegar tilraunir að hljóma í sumrinu.

Á dagskránni eru þýsk ljóð og sönglög lituð með íslenskum ljóðum inn á milli.

Flutt verða tvö sönglög úr ljóðaflokknum Sechs deutsche Lieder eftir Louis Spohr og hið dáða verk “Hirðirinn á hamrinum” eftir Franz Schubert. Einnig verður flutt “Wir geniessen die himmlischen Freuden” Við njótum himneskrar gleði úr fjórðu sinfóníu Gustavs Mahler útsett fyrir tríó. Dagskráin er einnig lituð af íslenskum verkum ” Smálög um þögnina” eftir Tryggva Baldvinsson og sönglögum eftir Ingibjörgu Azima Guðlaugsdóttur þ.á.m “Vorljóð á ýli”.

Aðgangur er ókeypis og eru tónleikarnir eru styrktir af Hafnarfjarðarbæ og Menningarsjóði FÍH