Vinnustofa um Strandgötu og miðbæinn

Maria Lisogorskaya frá Assemble hópnum í London leiðir vinnustofu um miðbæ Hafnarfjarðar, hvernig virkja má gæði í umhverfinu og nálgast þróun á forsendum bæjarins.

Þátttakendur skrá sig á netfangið [email protected].

Maria Lisogorskaya er ein af upphafsmönnum og stjórnendum Assemble stúdío í London.

Assemble er hópur með aðsetur í London sem vinnur þverfaglega á sviði myndlistar, arkitektúrs og hönnunar. Assemble meðlimir hófu samstarf árið 2010 og eru samansett af 18 manns. Þeirra starf miðar að því að benda á hið dæmigerða rof á milli almennings og þess ferlis sem á sér stað þegar staðir í umhverfinu eru mótaðir. Assemble vinnur í sameiningu að því að virkja almenning sem þátttakendur í starfi þeirra.