Veðurstofa – Fjölskyldusmiðja

Hafnarborg býður fjölskyldum að koma og taka þátt í skemmtilegri og skapandi listasmiðju á vegum safnsins sunnudaginn 16. september kl. 15 – 17. Eins og alltaf er ókeypis aðgangur í smiðjuna og að safninu sjálfu.

Smiðjan er haldin í tengslum við sýninguna Allra veðra von sem nú stendur yfir í aðalsal safnsins og er fókusinn því á veður og hvernig við skynjum það. Markmið smiðjunnar er að þjálfa sjónræna athygli og örva skapandi hugsun út frá kveikjum í okkar daglega nærumhverfi.

Listasmiðjan fer fram í Apótekinu, sal á fyrstu hæð safnsins.