Úti-listasmiðja – Mitt eigið útilistaverk

Laugardaginn 6. febrúar kl. 14-16 býður Hafnarborg fjölskyldum að koma og taka þátt í skapandi úti-listasmiðju í tilefni af Vetrarhátíð. Áhersla hátíðarinnar í ár eru útilistaverk en í safneign Hafnarborgar eru mörg slík verk sem staðsett eru víða um Hafnarfjörð.

Í smiðjunni verður unnið með opinn efnivið og eru þátttakendur hvattir til að gera tilraunir og skapa sín eigin útilistaverk stór og smá.

En hvað er útilistaverk? Hversu stórt þarf útilistaverk að vera? Úr hvernig efnum þurfa útilistaverk að vera? Þarf útilistaverk vera á stöpli? Þarf það að geta staðið af sér veður og vinda í áraraðir eða má það eiga sér skemmri líftíma? Eru útilistaverk ávallt bundin við einn stað eða má það tilheyra fleirum? Gætu þau verið færanlegt?

Þegar þátttakendur hafa skapað sitt eigið útilistaverk er svo upplagt að deila ljósmynd af afrakstrinum undir myllumerkinu #mitteigiðútilistaverk.

Þátttaka í smiðjunni er gestum að kostnaðarlausu og allt efni sem til þarf til sköpunarinnar verður á staðnum. Smiðjan fer fram á útisvæðinu fyrir utan Hafnarborg kl. 14-16 og eru þátttakendur hvattir til að klæða sig eftir veðri.