Tónlistarsmiðja – Töfraflautan með Mussila

Hugmyndauðgi og gleði einkenna Töfraflautuna og því er við hæfi að nýta verkið til að kenna tónfræði í gegnum íslenska snjallforritið Mussila.

Mozart samdi Töfraflautuna nokkrum mánuðum fyrir andlát sitt en verkið var fyrst fært upp í alþýðuleikhúsi fyrir rúmum 200 árum og hefur heillað áheyrendur af öllum toga æ síðan.

Á Safnanótt í Hafnaborg verður tekið fyrir lagið Das klinget so herrlich úr Töfraflautunni en Íslendingar þekkja það betur sem vísuna um hann Tuma sem fer á fætur við fyrsta hanagal.

Með Mussila munu börnin læra að þekkja hljóðfærin, taktinn í laginu, lesa nótur, spila laglínu og að lokum útsetja lagið með fjórtán mismunandi hljóðfærum.

Námskeiðið er opið öllum og aðgangur ókeypis en allir krakkar sem kíkja í heimsókn fá gefins Mussila-bakpoka.