Tónleikar – Hertoginn í Hafnarborg

Föstudaginn 29. apríl kl. 17 mun Hertoginn, tríó skipað þeim Snorra Sigurðarsyni á trompet, Karli Olgeirssyni á Rhodes-píanó og Jóni Rafnssyni á kontrabassa, leika í Hafnarborg. Þar flytja þeir lög eins og Mood Indigo, Prelude to a Kiss, Cotton Tail, C-Jam Blues, Don´t Get Around Much Anymore, Satin Doll o.fl. Þá er efnisskráin tileinkuð Duke Ellington og tónlist hans en 29. apríl er fæðingardagur Duke Ellington, eða „The Duke“, eins og hann var gjarnan nefndur.

Aðgangur er ókeypis á tónleikana sem standa yfir í um eina klukkustund.

Tónleikarnir eru styrktir af menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar.