Föstudaginn 18. mars kl. 17 mun tríóið Guitar Islancio halda tónleika í Apótekinu, sal á jarðhæð Hafnarborgar. Tríóið er skipað þeim Birni Thoroddsen og Þórði Árnasyni, gítarleikurum, og Jóni Rafnssyni, bassaleikara. Dagskrá tónleikanna samanstendur af íslenskum þjóðlögum í bland við þekkt lög úr ýmsum áttum.
Aðgangur er ókeypis á tónleikana sem standa yfir í um eina klukkustund.
Tónleikarnir eru styrktir af menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar.