Þekkingardagur Hafnarfjarðar verður haldinn í fyrsta sinn laugardaginn 24. maí og er öllum opinn. Markmið dagsins er að varpa ljósi á fjölbreytta og spennandi starfsemi fyrirtækja og stofnana í bænum. Fjöldi aðila opna dyr sínar og gefa gestum tækifæri til að kynnast starfseminni á lifandi og áhugaverðan hátt – jafnvel skyggnast á bak við tjöldin.
Hafnarborg tekur þátt í Þekkingardeginum kl. 14-15
Hafnarborg býður gestum og gangandi í heimsókn að kynnast því sem fer fram við undirbúning nýrrar sýningar. Á staðnum verður farið yfir hvernig sýningar eru settar upp, hverjir koma að verkinu og hvernig ferlið sjálft er. Um er að ræða skemmtilegt tækifæri til að skyggnast inn í heim listasafnsins og sjá vinnuna sem liggur að baki lokaniðurstöðu sýninga.
Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.