Sýning á verkum barna á sumarnámskeiðum Hafnarborgar

Í sumar tók fjöldi barna þátt í myndlistarnámskeiðum Hafnarborgar. Föstudaginn 18. ágúst kl. 17 – 19 verður afraksturinn til sýnis gestum og gangandi þegar sýning á verkum barnanna verður opnuð í sal “gamla apóteksins” sem staðsettur er á jarðhæð safnsins. Boðið verður upp á léttar veitingar á og allir eru hjartanlega velkomnir.

Auk opnunardagsins verður sýningin opin helgin 19.-20. ágúst og laugardaginn 26. ágúst.