Syngjandi jól – kórtónleikar í Hafnarborg

Laugardaginn 3. desember fyllist Hafnarborg af söng og hátíðaranda en þá koma saman fjölmargir kórar Hafnarfjarðar skipaðir söngfólki á öllum aldri. Syngjandi jól eru nú haldin í tuttugasta og fjórða sinn og eru samstarfsverkefni Hafnarfjarðarbæjar, Jólaþorpsins og Hafnarborgar. Vinsamlegast athugið að sýningar safnsins verða lokaðar meðan á tónleikunum stendur.

Dagskrá

10:30-10:50 Leikskólinn Hvammur
11:00-11:20 Karlakórinn Þrestir
11:30-11:50 Leikskólinn Bjarkalundur
12:00-12:20 Leikskólinn Norðurberg

13:20-13:40 Leikskólinn Smáralundur
13:50-14:10 Kvennakór Hafnarfjarðar

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.