Í sumar verður boðið upp á listsmiðjur fyrir börn á aldrinum 6 – 12 ára í Hafnarborg. Í fyrra fylltist fljótt á námskeiðin sem eru bæði skemmtileg og uppbyggjandi. Farið verður í rannsóknarleiðangra og undirstöðuatriði myndlistar kynnt bæði í gegnum það að rannsaka umhverfið, sýningarnar í safninu og með skapandi vinnu. Unnin verða skapandi verkefni í fjölbreytta miðla, teiknað, málað og mótað, með það að markmiði að þjálfa sjónræna athygli, örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu barnanna.
Í boði eru tvö námskeið fyrir aldurshópana 6- 9 ára og 10-12 ára. Hvert námskeið um sig fjallar um ólíkt þema þannig að hægt er að taka þátt í fleiri en einu. Umsjón hefur Sigurrós Svava Ólafsdóttir myndlistarmaður.
Fyrri námskeið fara fram dagana 11. – 19. júní, samtals sex skipti og er námskeiðsgjald er 13.000 kr.
Námskeiðin eru hópaskipt, 6-9 ára börn eru fyrir hádegi frá kl. 9-12 og eftir hádegi eru 10 – 12 ára frá kl. 13-16.
22. júní – 2. júlí kl. 9 – 12, fyrir 6 – 9 ára 9 dagar kr. 19.000 FULLT
22. júní – 2. júlí kl. 13 – 16, fyrir 10 – 12 ára 9 dagar kr. 19.000 FULLT
Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður og nauðsynlegt er að skrá sig.
Skráning og nánari upplýsingar í s. 585-5790 og í gegnum netfangið [email protected]