Sönghátíð í Hafnarborg – Samkennd

Dagskrá

Sönghátíð í Hafnarborg verður haldin í fjórða sinn dagana 2.–12. júlí 2020. Hátíðin er helguð klassískri tónlist, ljóða-, óperu- og kórsöng. Þá er markmið hátíðarinnar að heiðra klassíska söngtónlist og auka almenna þekkingu á list raddarinnar með tónleikum og námskeiðahaldi.

Á Sönghátíð í Hafnarborg í ár verður boðið upp á átta tónleika með framúrskarandi söngvurum og hljóðfæraleikurum, auk margvíslegra námskeiða fyrir börn og fullorðna, leika sem lærða. Stofnendur og stjórnendur Sönghátíðar eru Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran, og Francisco Javier Jáuregui, gítarleikari.


Dagskrá

2. júlí kl. 20
Kammerkórinn Hljómeyki flytur íslenskar kórperlur, undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar.

3. júlí kl. 17
Ókeypis fjölskyldutónleikar, þar sem Vala Guðnadóttir, sópran, Matthías Stefánsson, fiðluleikari, og Sigurður Helgi Oddson, píanóleikari, munu flytja sönglög frá ólíkum löndum.

4. júlí kl. 17
Stórsöngvararnir Dísella Lárusdóttir, sópran, og Bjarni Thor Kristinsson, bassi, flytja aríur og dúetta úr ástkærum óperum, ásamt Antoníu Hevesi, píanóleikara.

5. júlí kl. 17
Eyjólfur Eyjólfsson, tenór, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran, og Francisco Javier Jáuregui, gítarleikari, flytja lútusöngva og samúðarljóð.

7. júlí kl. 20
Kammerkórinn Cantoque Ensemble flytur Aldasöng Jóns Nordal, ásamt íslenskum kórperlum og nýjum verkum eftir Steinar Loga Helgason og Hafstein Þórólfsson, undir stjórn Steinars Loga Helgasonar.

9. júlí kl. 20
Nemendur á master class námskeiði stórsöngvarans Kristins Sigmundssonar flytja sönglög og aríur, ásamt Hrönn Þráinsdóttur, píanóleikara.

11. júlí kl. 17
Ástralski hetjutenórinn og óperustjarnan Stuart Skelton og Matthildur Anna Gísladóttir, píanóleikari, flytja ljóðatónlist sem brúar bilið á milli rómantíska tímabilsins og 20. aldarinnar.

12. júlí kl. 17
Kristinn Sigmundsson, bassi, Herdís Anna Jónasdóttir, sópran, Hrólfur Sæmundsson, baritón, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran, Gunnlaugur Bjarnason, baritón, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari, og Francisco Javier Jáuregui, gítarleikari, flytja sönglög eftir Jón Ásgeirsson.


Nánari upplýsingar um Sönghátíð í Hafnarborg, miðasölu, dagskrá og námskeið, má finna á heimasíðu hátíðarinnar, www.songhatid.is. Hátíðin nýtur stuðnings Hafnarfjarðarbæjar, Landsbankans og Tónlistarsjóðs.