Skúlptúrsmiðja í vetrarfríi

Hafnarborg býður grunnskólabörnum í Hafnarfirði að mæta í skúlptúrsmiðju í vetrarfríi. Stór og smá þrívíð listaverk verða til úr fjölbreyttum efnivið undir handleiðslu fagfólks. Viður, pappír, textíll, snæri, garn, lím, sprek og alls konar spennandi efniviður að moða úr og skapa.

Takmarkað sætaframboð.