Skuggaleikur

Laugardaginn 12. desember kl. 13 verður haldin skuggaleg sögusmiðja fyrir börn á aldrinum 6 – 12 ára. Börnin hjálpast að við að skapa sögu sem jafnóðum er unnin á grafískan hátt með ljósi og skuggum. Listasmiðjan er haldin í Apótekarasal Hafnarborgar og gengið er inn Strandgötumegin.