Síðdegistónar – Rebekka Blöndal syngur Billie Holiday

Föstudaginn 4. september kl. 17 mun söngkonan Rebekka Blöndal koma fram á fyrstu tónleikum tónleikaraðarinnar Síðdegistónar í Hafnarborg, þar sem hún mun flytja lög stórsöngkonunnar Billie Holiday.

Rebekka er ein efnilegasta jazzsöngkona landsins og ætlar hún að túlka lög Billie á sinn hátt. Rebekku til halds og trausts verða þeir Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar og Haraldur Ægir Guðmundson á kontrabassa. Holiday skildi eftir sig ótal margar perlur, margar þeirra magnþrungnar ballöður og ástarlög og verður það helsta sem unnendur hennar þekkja flutt á tónleikunum.

Síðdegistónar í Hafnarborg er glæný tónleikaröð sem fram fer einn föstudag í mánuði frá september til maí. Tónleikaröðin er studd af Tónlistarsjóði, auk Hafnarborgar, og listrænn stjórnandi er Andrés Þór Gunnlaugsson.

50 sæti verða í boði á tónleikanna og eru gestir beðnir um að panta miða í síma 585 5790. Aðgangur er ókeypis.