Síðdegistónar – Kvartett Ólafs Jónssonar

Föstudaginn 10. mars kl. 18 mun saxófónleikarinn Ólafur Jónsson koma fram á næstu tónleikum Síðdegistóna í Hafnarborg, ásamt kvartett sínum. Ólafur hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi og leikið með rjóma íslenskra tónlistarmanna. Hann sendi frá sér sína fyrstu plötu, Tími til kominn, árið 2017 og hlaut fyrir hana tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunana fyrir tónsmíðar sem og skífuna sjálfa. Á tónleikunum verður boðið upp á sambland af hans eigin tónsmíðum af fyrrnefndri plötu ásamt þekktum djass-standördum.

Ásamt Ólafi koma fram Andrés Þór Gunnlaugsson, gítarleikari, bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson og Erik Qvick sem leikur á trommur.

Tónleikarnir standa í um klukkustund og er aðgangur ókeypis.

Tónleikaröðin er styrkt af Hafnarfjarðarbæ, Tónlistarsjóði Rannís og Menningarsjóði FÍH.