Síðdegistónar – Kjalar Martinsson Kollmar og hljómsveit

Föstudaginn 1. september kl. 18 verða haldnir fyrstu tónleikar þessa misseris í tónleikaröðinni Síðdegistóna í Hafnarborg. Á tónleikunum kemur fram söngvarinn Kjalar Martinsson Kollmar ásamt hljómsveit en hana skipa þau Alexandra Rós Norðkvist á trommur, Hlynur Sævarsson á bassa og Andrés Þór á gítar.

Kjalar vakti athygli á síðasta vetri fyrir þátttöku sína í Idol stjörnuleit og Söngvakeppni sjónvarpsins en sýnir hér á sér sjaldséðari hlið með fjölbreyttri efniskrá sem samanstendur af djassstandördum og djassskotinni tónlist úr ýmsum áttum.

Tónleikarnir standa í um klukkustund og er aðgangur ókeypis.

Tónleikaröðin er styrkt af Hafnarfjarðarbæ og Tónlistarsjóði Rannís.