Síðdegistónar – Andrea Gylfadóttir og Sálgæslan – STREYMI

Andrea Gylfadóttir og Sálgæslan

Næstu tónleikar tónleikaraðarinnar Síðdegistónar í Hafnarborg fara fram föstudaginn 23. apríl kl. 18:00 en þá koma fram söngkonan landsfræga Andrea Gylfadóttir og Sálgæslan.

Sálgæslan flytur lög og texta saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar. Auk hans skipa hljómsveitina þeir Þórir Baldursson á Hammond orgel, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar og Einar Scheving á trommur.  Tónlistin er á mörkum jazz og blús en teygir sig í ýmsar óvæntar áttir og húmorinn er aldrei langt undan.

Tónleikunum verður streymt beint á facebook og í gegnum heimasíðu safnsins svo að sem flestir geti notið flutningsins.

Sálgæslan hefur  gefið út tvær plötur: „Dauði og djöfull“ (2011) og „Blásýra“ (2020). Þriðja platan „Einbeittur brotavilji“ kemur út í maí.  Ýmsir fleiri söngvarar og hljóðfæraleikarar koma fram á þessum plötum.  Á tónleikunum verða flutt nokkur instrumental lög auk þeirra laga sem Andrea hefur hljóðritað með hljómsveitinni.

Tónleikarnir hefjast klukkan 18:00 og standa yfir í um klukkustund. Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði og Hafnarfjarðarbæ.