Síðasta sýningarhelgi 31. okt og 1.nóv.

Síðasta sýningarhelgi haustsýningar Hafnarborgar, Heimurinn án okkar, er dagana 31. október og 1. nóvember.

Á hverju hausti kallar Hafnarborg eftir tillögum að haustsýningu næsta árs og í ár varð tillaga Aðalheiðar Valgeirsdóttur og Aldísar Arnardóttur fyrir valinu. Á sýningunni eru leiddir saman íslenskir listamenn sem vinna með hugmyndir um alheiminn í verkum sínum og  varpa ljósi á ákveðna þætti hans hvort sem um er að ræða hið nálæga eða hið fjarlæga, micro eða macro. Þannig eru hinar ýmsu víddir alheimsins afhjúpaðar um leið og leitað er samfellu og heildar.

Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni tilheyra ólíkum kynslóðum og eru verkin unnin í ýmsa miðla. Ásamt Ragnari Má (1985) eru það: Björg Þorsteinsdóttir (1940), Brynhildur Þorgeirsdóttir (1955), Finnur Jónsson (1892-1993), Gerður Helgadóttir (1928-1975),  Marta María Jónsdóttir (1974), Steina (1940) og Vilhjálmur Þorberg Bergsson (1937).

Nánar um sýninguna hér.