Samtal við hönnuð II

David Taylor

Fimmtudaginn 12. mars kl. 18 er gestum Hafnarborgar boðið í leiðsögn um sýningu hönnuðarins David Taylor, Á gráu svæði. Þá munu gestir fá tækifæri til þess að ræða við og hlýða á hönnuðinn ræða um sýninguna og verk sín.

Verk Davids liggja á mörkum hönnunar og myndlistar og búa gripir hans yfir skúlptúrískum einkennum þar sem notagildi og fagurfræði mætast á óvæntan hátt.

David hefur vakið umtalsverða athygli erlendis fyrir frumlega og einstaka hönnun. Efnisval hans er óhefðbundið en hann sækir sérstaklega í ódýr og verðlaus efni á borð við steypu og gjall sem hann svo umbreytir í fágaða gripi.

Sýningin er hluti af HönnunarMars og er unnin í samstarfi við S/K/E/K/K hönnunarverslun.