Sami staður, nýr tími

Fimmtudaginn 28. maí kl. 20 verður haldin málstofa um endurnýjun hafnarsvæða. Á meðal þátttakenda eru Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna, Anna María Bogadóttir arkitekt og Róbert Guðfinnsson athafnamaður frá Siglufirði. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur leiðir umræðuna.

Málstofan er haldin í tengslum við sýninguna Þinn staður, okkar umhverfi við Flensborgarhöfn.

Nánar um sýninguna hér.