Menningarganga – Sjónarhorn á Hafnarfjörð

Fimmtudaginn 4. júní kl. 20 verður boðið upp á menningargöngu um miðbæ Hafnarfjarðar, þar sem gengið verður um slóðir listamanna í bænum og sjónarhorn þeirra á gamla bæinn leituð uppi. Gangan hefst í Hafnarborg.

Fjallað verður sérstaklega um sjónarhorn valinna verka úr safneign Hafnarborgar, sem öll eiga það sameiginlegt að sýna Hafnarfjörð, þó hvert með sínum hætti. Þar má sjá bæinn í gegnum augu listamannanna, sem vinna á ólíkum tímum og með ólíka miðla, svo sem málverk, teikningar, grafík og ljósmyndir. Að endingu verður Hafnarborg heimsótt og verkin skoðuð.

Menningar- og heilsugöngurnar eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Bókasafns Hafnarfjarðar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar. Í sumar er boðið upp á menningar- og heilsugöngur öll fimmtudagskvöld kl. 20. Flestar göngur taka um klukkustund og hefjast kl. 20, nema annað sé tekið fram, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.