Menningarganga – Á slóðum ljósmyndanna

Fimmtudaginn 13. júní kl. 20 verður farin menningar- og heilsuganga frá Hafnarborg, þar sem gengið verður um slóðir ljósmyndasýningarinnar Tímahvarfa, sem stendur yfir í Hafnarborg í sumar. Rætt verður um bæinn, þróun hans og ímynd, eins og hún birtist okkur í myndum ljósmyndaranna sem taka þátt í sýningunni. Kirsten Simonsen, sýningarstjóri, og Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt, leiða gönguna.

Menningar- og heilsugöngur eru á dagskrá Hafnarfjarðar öll fimmtudagskvöld í sumar. Göngurnar eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Bókasafns Hafnarfjarðar og heilsubæjarins Hafnarfjarðar.