Listasmiðja í vetrarfríi – Furðuform í þrívídd

Hafnarborg býður börnum á grunskólaaldri í vetrarfríi að koma og taka þátt í skemmtilegum og skapandi listasmiðjum á vegum safnsins. Fyrri smiðjan fer fram föstudaginn 23. febrúar kl. 13–15, börnin geta komið í fylgd foreldra og eins og alltaf er ókeypis aðgangur að smiðjunum og safninu sjálfu. Seinni smiðjan fer fram mánudaginn 26. febrúar kl. 13–15.

Furðuform í þrívídd – Tilraunastofa
föstudagur 23. febrúar kl. 13-15.

Í smiðjunni skoðum við myndgerð og formhugsun í víðara samhengi. Við rannsökum form og liti, ljós og skugga og veltum fyrir okkur gagnsæjum formum og möguleikum þeirra. Við skoðum ólík form úr dýraríkinu – röðum uppá nýtt og vinnum ævintýralegar teikningar í tvívídd og þrívídd.

Listasmiðjan fer fram í Apótekinu, sal á fyrstu hæð safnsins, og leiðbeinandi er Irene Hrafnan.